22.4.09

Skattagrýlan vs. Græðgisgrýlan?

Í tilefni af tilefnislausu væli sjálfstæðismannabirti ég hér textabút eftir Hrekkjusvínin. Textinn fjallar um hina raunverulegu grýlu sem var svo gráðug að að lokum átti hún hvorki vott né þurrt. Þá tók hún sig til og rólaði af öllum kröftum í hæstu hæðir uns hún flaug uppá Esju. Þar veslaðist hún upp og dó. Okkur til mikillar ánægju:

Nú er hún Grýla dauð.
Hún gafst upp á að róla sér á róluvöllunum
Það vildi enginn gefa henni brauð
og hún fékk engan frið fyrir öskuköllunum.

Sem tæma allar öskutunnur
svo tómur er Grýlumunnur
sem tæma allar öskutunnur
svo Grýla fær ekki neitt.

Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust
af öllum kröftum hærra en nokkur má.
Og þegar hún var komin ofsa, ofsa hraða á
Sleppti'hún taki og þaut um loftin blá.

Grýla hún lenti'uppi'á Esju
Og síðan er hún bara til í barnabókunum.
Líka í leiðurum blaða
til að hræða fólk frá hærri og meiri kaupkröfum.

En Grýla gamla'er steindauð
og Leppalúði líka.
Krakkar og öskukallar
ráku þau á braut.

No comments:

Post a Comment