13.3.09

Lágkúra

Hægt og bítandi, þegar líður á prófkjöra og kosningabaráttu, finn ég hvernig titringur skekur landann. Það heyrist í tali stjórnmálamanna að örvæntingin er einstök og hugsanahátturinn virðist vera að eiga frekar á hættu að tapa einu atkvæði ef tíu auðtrúa einstaklingar eru tilbúnir að merkja ex í "réttan reit". Það er nefninlega ekki allt gáfulegt sem vellur uppúr misgáfuðum mönnum.

Geir Hilmar, vinur minn, brást ókvæða við þegar Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti að þingið myndi starfa þar til á kosningadeginum sjálfum, 25. apríl. Geir Hilmar kvartaði og kveinaði því hann og hans menn hafa ekki tíma til að standa í kosningabaráttu. Þarna sýnir Geir, maðurinn sem ekki kann að skammast sín, að hann tekur enn sem oftar hag sjálfstæðisflokksins fram yfir hag þjóðarinnar. Ætli honum þyki mikilvægara að gefa candy-floss en að afgreiða mál sem snúa að heimilum og fjölskyldum?

Og misjafn er skrokkurinn í lágkúrunni. Fyrir allar aldir bárust mér fregnir af því að við skólann minn, sem stendur við Hamrahlíð, myndi koma rúta á vegum Sjálfstæðismanns í framboði. Þessi ágæta rúta ætlar að ferja ungmennin á kjörstað svo hægt sé að merkja ex í "réttan reit".

(Fuglahvíslið minntist á bjór eða pizzu.
Alveg get ég rétt ímyndað mér bjór-angandi jafningja mína velta inn á kjörstað með blýantinn í hönd. Lýðræði ekkert kjaftæði)

Ég vona að einn góðan veðurdag læri Geir hin gömlu góðu gildi. Læri að það borgar sig að biðjast afsökunnar. Gróði mælist ekki endilega í krónum.
Ég gleðst yfir því að hafa Jóhönnu Sigurðardóttur, klára konu og hugrakka, sem forsætisráðherra, eða forsætisráðfrú?
Kona sem gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að halda í ákveðin siðgæði og sinnir sínu starfi fyrir þjóðina, ekki flokkinn.

2 comments: