19.2.09

Framsókn?

www.mbl.is

"Þráinn Bertelsson hefur ákveðið segja sig úr Framsóknarflokkunum og hefur þar af leiðandi dregið framboð sitt til baka, fyrir komandi þingkosningar. Hann segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráins:

„Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann Framsóknarflokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík til að setja saman framboðslista í komandi kosningum.

Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka.

Úrsögn úr flokknum fylgir,“ segir á vef Þráins."


Guðslifandi fegin að staðið sé upp og sýnt að Framsókn hefur ekkert breyst þó teflt sé fram fyrrum fjölmiðlamanni og bangsapabba.
Hallærisleg andlitslyfting. Framsókn er flokkur sem glaður svíkur hugsjónir sínar ef hlutverk kjölturakkans býðst.
Vald er ekki alltaf það sama og vald

Takk Þráinn, þú ert ágætur.

3 comments:

  1. En hvað með Sævar Ciesielski??

    ReplyDelete
  2. hann er eðalmenni.
    Trúi ekki öðru en hann sé hrifinn af reykfylltum herbergjum.

    ReplyDelete
  3. Hvað er enda pointið með herbergjum sem ekki má reykja í spyr ég bara ...

    ReplyDelete