17.2.09

'Við erum jú mannlegir'


http://visir.is/article/20090217/FRETTIR02/641889339

"Um 16 prósent Dana telja lögregluna þar í landi almennt gera sig seka um að mismuna fólki eftir kynþætti og þriðjungur þeirra sem nýleg Gallup-könnun náði til telja nýleg ummæli lögreglumanns um mótmælanda, sem mótmælti stríðinu á Gaza-svæðinu, hafa verið niðrandi með tilliti til kynþáttar hans en lögreglumaðurinn notaði orðið „perle" sem er eins konar slanguryrði yfir fólk frá Austurlöndum. Málið hefur hlotið töluverða athygli í dönskum fjölmiðlum."

Fordómar og almennur skepnuskapur innan lögreglunnar einskorðast svo sannarlega ekki við Danmörk. Það hefur verið rætt um að með fjölgun innflytjenda hafi glæpatíðni aukist á Íslandi og um leið álag á lögreglumenn en það verður að teljast undarlegt þegar menn í ábyrgðarstöðum sem þessum missa stjórn á skapi sínu. Fordómarnir hafa svo sannarlega aukist með fólkinu. Lítil sem engin virðing er borin fyrir embættinu. Það held ég að útskýrist í hegðun einstakra lögregluþjóna sem koma fram við "kúnnana" af mikilli fyrirlitningu og lítilsvirðingu.
Í fjölmörgum mótmælum hefur lögreglan sýnt af sér hegðun, sam kannski telst eðlileg eftir lítinn svefn og mikla vinnu, en ég fullyrði að sumir eru einfaldlega ekki í andlegu jafnvægi. Og jafnvel langt frá því.
Það þarf nauðsynlega að efla sálgæslu innan lögregluembættisins. Lögreglumenn sem jafnvel sjá og heyra talsvert fleira en við hin hljóta að fá skert veruleikaskyn.
Í raun þykir mér eðlilegra ef valdbeitingar vopnum er beitt en andlega ofbeldið sem margir hafa orðið fyrir af hendi lögreglumanna hér á landi er með ólíkindum. Hvernig lögreglumenn níða fólk ýmist á útliti þeirra eða háttalagi og vinna markvisst að því að brjóta það niður verður að teljast utan verksviðs lögreglunnar.
Held að lögregluskólinn ætti að hafa nokkra kúrsa í almennri kurteisi.
Það að ákveðnir Íslendingar verði fyrir einelti frá þeim sem eiga að vernda þá og virða er ekki gott til eftirbreytni. Það er ómögulegt að hlíða og bera virðingu fyrir eineltisseggjum.

Skora á dómsmálaráðherra að vinna markvisst að því að finna úrræði til að auka fjárlög til lögregluembættisins. Heilbrigðisráðherra gæti jafnvel komið því á að lögreglumenn fengju ókeypis sálgæslu eftir þörfum.
Ég kæri mig ekki um að hafa menn í andlegu ójafnvægi sveiflandi að mér kylfum.

No comments:

Post a Comment